Kristján HF100

Fiskvinnslan Kambur fékk afhentan í sumar, nýjan bát frá skipasmíðastöðinni Trefjum í Hafnarfirði og fékk hann nafnið Kristján HF100.
Báturinn er af gerðinni Cleopatra 46 B.

Ásafl seldi Trefjum búnað í hann sem er m.a:

– Doosan V12 800 hestafla aðalvél.
– ZF 665IV gír og stjórntæki.
– ARG Stöðugleikabúnaður.
– Skrúfa frá BT Marine.
– Löndunarkrani frá TMP.
– Wesmar bógskrúfur.
– Tides marine Ásþétti.
– Helac liður á lúgu.
– Skrúfuhnífur frá Ambassador Marine.
– Fittings, þ.á.m sjósíur, gegnumtök ofl.
– CIM lensidælur

Ásamt öðrum búnaði.

 

Báturinn er með Scam ljósavél um borð sem er drifin af FPT N67, 85kw mótor.
Rafallinn er af gerðinni LINZ og er hann að skila um 60kVA

 

Óskum við Kambi innilega til hamingju með nýja og glæsilega bátinn.

Related Posts