Enn einn Helac snúningsliðurinn

Vélsmiðjan Foss ehf á Höfn er nýbúin að hanna og ganga frá opnunarbúnaði á stórar hliðarlúgur um borð í MB. Þóri SF 177.

ENN EINN HELAC SNÚNINGSLIÐURINN

Vélsmiðjan Foss ehf á Höfn er nýbúin að hanna og ganga frá opnunarbúnaði á stórar hliðarlúgur um borð í MB. Þóri SF 177.

Það er vökva-snúningsliður frá Helac Corporation í Bandaríkjunum af gerðinni L30-25 sem sér um að opna og loka lúgunni.

Liðurinn er algjörlega lokaður og því er ekki um neinar stangir eða þéttingar að ræða sem geta skemmst.

Allur frágangur og hönnun ber vott um fagmennsku og vandvirkni þeirra Fossmanna, og því óhætt að segja að þeir hafi leyst málið á snilldarmáta með snjöllum búnaði frá Helac.

Samskonar búnaður verður einnig settur um borð í Skinney SF-20.