Vébjarnarnúpur velur FPT bátavél frá Ásafli

0K1A7332

Á sjávarútvegssýningunni Iceland Fishing Expo 2019, undirrituðu Ásafl ehf. og Vébjarnarnúpur ehf. samning um kaup þess síðarnefnda á FPT C-13 bátavél. Vélin fer í Cleopötru 38 bát útgerðarinnar, Einar Hálfdáns ÍS-11, sem gerður er út frá Bolungarvík.

Ásafl óskar Vébjarnarnúpi til hamingju með nýju vélina og megi hún verða útgerðinni til heilla.

Á meðfylgjandi mynd má sjá:  F.v. Birgi Bergmann Benediktsson, Ásafli, feðgana Einar Guðmundsson og Guðmund Einarsson frá Vébjarnarnúpi og Örn H. Magnússon, framkvæmdastjóra Ásafls við undirritun samningsins.