ÓLAFUR HF 51 KOMINN ÚR FERÐ TIL FÆREYJA
Ólafur HF 51, er kominn úr vel heppnaðri kynningarferð til Færeyja, sem hófst 19. júní og lauk 29. júní, þegar báturinn sigldi inn í Þorlákshöfn kl. 19.30.
Karel Karelsson skipstjóri frá Hafnarfirði hefur verið með bátinn nánast allan tímann og staðið vaktina af miklum dugnaði og öryggi.
Hörður Harðarson leysti Karel af um hluta norðurlandsins, Jónatan Guðjónsson sigldi með Karel um Snæfellsnesið og frá Færeyjum og Óli Ársæls. var með í för talsverðan hluta Íslandsferðarinnar.
Áður en lagt var af stað frá Höfn til Færeyja, var búið að heimsækja 48. hafnir á Íslandi og 620 manns búnir að koma um borð. Frá Þorlákshöfn verður siglt til Hafnarfjarðar og allar hafnir heimsóttar á leiðinni.