DITCH WITCH Vélar og tæki

Ásafl  hefur nú fengið fleiri umboð frá Charles Machine Works.

DITCH WITCH VÉLAR & TÆKI

Ásafl  hefur nú fengið fleiri umboð frá Charles Machine Works.  Fyrir hafði fyrirtækið umboð fyrir Hammerhead Mole moldvörpurnar sem eru orðnar þekktar víða um landið, en nú hefur hið gríðarlega góða úrval af öllum tækjum og tólum sem Ditch Witch í Perry, Oklahóma framleiðir bæst við, og hefur fyrsta tækið frá Ásafli þegar verið afgreitt.

Í landinu eru talsvert af Ditch Witch tækjum sem verktakar hafa þegar tekið í notkun. Ditch Witch hefur frá árinu 1940 sett metnað sinn í að framleiða búnað til að koma rörum og strengjum í jörðu án þess að grafa skurð.

Þar sem að verktakar hafa þróað með sér þessa aðferð er sparnaður oft gríðarlegur, bæði í tíma og peningum. Það segir sig sjálft að ef hægt er að koma t.d. jarðstreng frá götu og inn í hús án þess að snerta gangstétt, trjábeð eða fallega grasflöt, þá verða nú allir glaðir, og það sama má segja ef hægt er að sleppa við að þvera vegi án þess að stöðva umferð eða hrófla við malbiki, en þess eru nú þegar ótal dæmi þar sem þessi tækni er notuð.

Fulltrúar Charles Machine Works voru hér á dögunum til að ganga frá samningum. Á myndinni má sjá frá vinstri Carlo Sabbadini, Örn Magnússon og Alexander Gerasimovic. Þeir félagar ásamt starfsmönnum Ásafls héldu víða kynningarfundi um landið og einnig komu í heimsókn til Ásafls margir áhugasamir verktakar.

Leave a comment