Ásafl er stoltur styrktaraðili Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Á dögunum fengu starfsmenn Ásafls afhentan nýjan, stóran Neyðarkall frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Það má með sanni segja að við séum stoltir styrktaraðilar Slysavarnarfélagsins og munum vera um ókomna tíð.

Á myndinni má sjá Örn framkvæmdastjóra, Birgi Bergmann sölumann og Gísla frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar ásamt Neyðarkallinum góða.

Við hjá Ásafli skorum á alla sem það geta að styðja við það frábæra starf sem Björgunarsveitirnar okkar vinna.