Ásafl er nýr umboðsaðili fyrir Jabsco og Rule dælur á Íslandi

Örn H. Magnússon framkvæmdastjóri

Ásafl hefur tekið við sem nýr opinber umboðsaðili fyrir Jabsco og Rule dælur frá fyrirtækinu Xylem. Xylem hefur þegar sent út fréttatilkynningar þess efnis þar sem þetta er tíundað.

Xylem Inc. (NYSE: XYL), er leiðandi vatnstæknifyrirtæki á alþjóðamarkaði sem hefur helgað sig því stóra verkefni að því leysa úr krefjandi vatnsvandamálum heimsins. Xylem mun því útvega Ásafli Jabsco og Rule vörulínur sínar til dreifingar fyrir viðskiptavini á Íslandi.

Jabsco og Rule vörumerkin eiga sér sögu nýsköpunar í sjávarútvegi sem spannar næstum 90 ár og eru sérhæfðar gæðadælur í milljónatali í notkun um allan heim. Jabsco er leiðandi dreifingaraðili fyrir ferskvatns dælur, úrgangskerfi, kjölfestudælur, bátalýsingar og almennar dælur sem valdar eru af þekktustu bátasmiðum og sjávarvélaframleiðendum heims. Rule býður upp á mesta úrval af vatnsbylgjudælum og fylgihlutum sem í boði eru í dag og þeim er treyst fyrir því að halda bátum þurrum og öruggum í krefjandi aðstæðum.

Páll Bragason og Örn H. Magnússon að taka upp sendingu af Jabsco og Rule dælum
Páll Bragason og Örn H. Magnússon að taka upp sendingu af Jabsco og Rule dælum

Ásafl ehf. hefur sérhæft sig í því að þjóna íslenska sjávarmarkaðnum, og býður upp á einstakt úrval af sjóbúnaði fyrir bátasmiði og útgerðarmenn. Nú mun Ásafl ehf. styrkja enn frekar stöðu sína sem leiðandi dreifingaraðili hágæða vara í sjávariðnaðinum með því að bjóða upp á þekktar dælur Jabsco og Rule frá Xylem,“ segir Matt Faulks, svæðisstjóri hjá sérhæfðri flæðistjórnunardeild Xylem.

„Við erum stolt af því að stofna til samstarfs við Xylem og að bjóða upp á Jabsco og Rule vörulínuna á Íslandi, sem er þekkt fyrir nýsköpun í sjávargeiranum. Þótt að fyrirtækið okkar hafi stækkað umsvif sín og selji nú einnig vinnuvélar til verktaka og fyrirtækja, hefur aðal áherslan okkar alltaf verið á sölu og þjónustu á vörum fyrir sjávarútveginn. Þetta samstarf mun gerir okkur kleift að bjóða upp á meiri gæði meira vöruúrval til viðskiptavina okkar,“ sagði Örn Magnússon, framkvæmdastjóri Ásafls ehf. í tilefni af samningnum við Xylem.

Um Xylem

Xylem (XYL) er leiðandi vatnstæknifyrirtæki á alþjóðamarkaði sem hefur helgað sig nýsköpun í tæknilausnum vegna vatnsáskoranna heimsins. Vörur og þjónusta fyrirtækisins færa, meðhöndla, greina, fylgjast með og skila vatni til umhverfisins, hvort sem litið er til almennings eða iðnaðar. Xylem býður einnig upp á mikið úrval af snjallmælum, netkerfistækni og háþróuðum greiningarlausnum fyrir fyrir vatns-, rafmagns- og gasveitur. Yfir 16.000 starfsmenn fyrirtækisins hafa víðtæka þekkingu og mikinn metnað til að greina sjálfbærar lausnir. Höfðustöðvarnar eru við Rye Brook, New York og tekjur þess árið 2019 voru 5.25 milljarðar dollara. Xylem stundar viðskipti í meira en 150 löndum og eru margar vörur þeirra leiðandi á markaði. Frekari upplýsingar er að finna á www.xylem.com.

 

Sjá fréttatilkynningar á erlendum miðlum sem Xylem hefur sent frá sér:

https://impeller.net/magazin/new-distributor-for-jabsco-and-rule-branded-marine-pumps-in-iceland/
https://www.worldpumps.com/marine/news/xylem-appoints-new-distributor-iceland-jabsco-rule/