Aþena fær nýja vél

Fyrirtækið Gentle Giants á Húsavík sömdu nýlega við Ásafl ehf. um kaup á vél í bátinn Aþenu ÞH 505. Vélin sem um ræðir...
thumbnail_IMG_6643

Fyrirtækið Gentle Giants á Húsavík sömdu nýlega við Ásafl ehf. um kaup á vél í bátinn Aþenu ÞH 505.

Vélin sem um ræðir er FPT N67 6 cylindra 6,7 lítra 420 hestöfl á 3.000 snúningum á mínútu, með common rail eldsneytiskerfi.
Vélin er mjög þýð og hljóðlát og er fljót upp á snúning.

Vélin er tengd við ZF 286IV gír.

Með réttri skrúfu nær báturinn um 24 mílum.

Ásafl ehf. þakkar Gentle Giants fyrir viðskiptin og óskar hlutaðeigandi farsældar.