Vökvafleygar

Daemo vökvafleygar

Daemo er leiðandi í framleiðslu á aukatækjum fyrir vinnutæki. Hjá Daemo fer saman nútímatækni, notkun á gæðaefnum og vandað handverk.

Með vökvafleygum fylgir:
2 stk stál oddur og meitill, slöngur,  verkfærabox, hleðslusett og notkunarleiðbeiningar.

Það fylgja ekki áfestibrakket með þessum tækjum og þau þarf að smíða hér heima enda mismunandi fyrir hverja gröfutegund. Tækin koma með sléttri plötu og á þessa plötu þarf að smíða eyru til að festa á gröfuarm.

Vökvafleygar frá B10 til og með B90 eru handvirkt smurðir, en frá B140 og upp úr eru þeir með sjálfvirku smurkerfi.

Ásafl getur einnig útvegað klippur, greipar, krabba og fleiri vörur frá Daemo ef þess er óskað.

Viltu vita meira?

Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.