TP by Linddana trjákurlarar

TP by Linddana Trjákurlarar

Linddana  hefur frá árinu 1980 framleitt og selt hina vel kunnu TP trjákurlara og eru í dag leiðandi afl í framleiðslu á hinum ýmsu tegundum trjákurlara.

TP trjákurlararnir eru þekktir fyrir að vera einfaldir og þægilegir í notkun sem og viðhaldi, sterkbyggðir og afkastamiklir. Þeir eru sömuleiðis hannaðir til að mæta ströngustu öryggisstöðlum, til að vera umhverfisvænir og sparneytnir á eldsneyti.

Linddana býður upp á breiða línu kurlara og tryggja þar með að hvort sem viðskiptainurinn hyggst nota kurlarann til einkanota eða í atvinnuskyni ætti hann ekki að vera í neinum erfiðleikum að finna kurlara sem hentar í hvert skipti. Sem dæmi má nefna að Linddana framleiðir kurlara sem ráða við að kurla við sem er milli 100 og 400mm í þvermál.

Ásafl er umboðsaðili Linddana á Íslandi.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við á að hafa samband við sölumenn í síma 562-3833 eða kíkja við í Hjallahraun 2.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinga um þá kurlara sem fyrirtækið getur útvegað.

Til að fara inn á vefsíðu TP smelltu hér.