Hammerhead moldvörpur

HammerHead Moldvörpur

HammerHead Trenchless hefur frá árinu 1989 verið leiðandi afl í framleiðslu skurðarlausra lausna og framleitt hágæða búnað til lagningar kapla, röra undir vegi og þess háttar án þess að grafa skurð.

Þessi tækni býður ekki bara uppá að draga rör og kapla, því einnig er hægt að reka rör undir vegi, eða kljúfa gamlar lagnir og um leið draga nýjar leiðslur í stað þeirra gömlu sem eru orðnar gamlar og lekar.

Þessi aðferð sparar miklar fjárhæðir og tíma ásamt því að jarðrask verður mun minna.

Ásafl er umboðsaðili HammerHead Trenchless á Íslandi.