BT Marine

BT Marine

Skrúfurnar frá BT Marine hafa fyrir löngu sannað gildi sitt hér á landi. Framleiðsla BT Marine er í flokki með því allra besta sem þekkist í heiminum í dag enda er framleiðslan send um allan heim og rómuð af notendum.

Tæknimenn BT Marine eru með mjög mikla og fjölbreytta reynslu í skrúfu, öxla og stefnisröra framleiðslu. Aðalsmerki BT Marine er að leysa sem best öll þau verkefni sem inn á  borð þess kemur. Allar skrúfur sem við seljum frá BT Marine eru sérsmíðaðar fyrir hvern og einn kúnna eftir því sem hentar hverjum bát fyrir sig. Skrokklag skipa og báta er mismunandi og því er áríðandi að vinna vandlega að útreikningum og vali á skrúfubúnaði til þess að vélaraflið skili sér sem allra best út til skrúfunar. Óskir um ganghraða og togkraft er því hið daglega verkefni sem tæknimenn BT Marine glíma við alla daga og leysa með sóma.

Þar sem allar skrúfur eru sérsmíðaðar fyrir kúnna bendum við á að hafa samband við starfsmenn Vinnuvéla og Ásafls með allar fyrirspurnir.