Heila

Heila Cranes framleiða fjölbreytt úrval vökvakrana sem eru hannaðir til að nota um borð í skipum og á landi, þar sem kröfur um öryggi og áreiðanleika samkvæmt ákveðnum stöðlum eru mjög krefjandi. Heila Cranes framleiða einnig krana fyrir laust efni og sérstaka krana á vörubíla fyrir viðskiptavini með sérhæfðar kröfur.

Hönnun, rannsóknir, þróun og framleiðsla fer fram í Reggio Emilia á Ítalíu, í nánu samstarfi við hæfa samstarfsaðila um allan heim í vökva og sjálfvirknibúnaði. Heila leggur mikla áherslu á trygga, skjóta og skilvirka þjónustu eftir sölu.

Heila Kranar hafa þróað sína eigin sérstöku tækni varðandi yfirborðsmeðhöndlun, hönnun, suðu og val á íhlutum sem saman tryggja mjög langan líftíma sinnar vöru, jafnvel í mjög erfiðu umhverfi og við krefjandi  aðstæður. Yfirborðs meðferð á málmi hentar mjög vel fyrir sjávarumhverfi og hefur langtíma þol gegn tæringu í samræmi við ISO EN UNI 12944-5 flokki C5M staðalinn. Allt yfirborðsmeðferðarferli er framkvæmt og stjórnað í eigin aðstöðu fyrirtækisins.

1