HELAC snúningsliður

HELAC snúningsliður

Helac snúningsliðurinn er snjöll lausn á því vandamáli að hreyfa þunga vélahluti eða lúgur frá einu borði til annars í allt að 360°. Tæknin byggist upp á því að vökvaþrýstingur færir til bullu eftir gengjum, sem síðan snýr snúningsöxli.

Búnaður þessi hefur marga kosti fram yfir venjulega glussastrokka, eins og engar berar stangir sem geta orðið fyrir skaða, fyrirferðin er einnig mjög lítil.

Fyrstu kynni Íslendinga af þessari tækni frá Helac má rekja aftur til 1994 þegar byrjað var að selja liðina til að snúa skóflum á gröfum til hægri og vinstri. Liðirnir náðu strax miklum vinsældum og þóttu byltingarkennd nýjung, enda nýtt fyrir gröfustjóra að geta tiltað skóflunum þegar unnið var við snyrtingar.