FPT Industrial Marine vélar

FPT

FPT Industrial býr yfir langri reynslu af framleiðslu véla og er í fremstu röð framleiðenda á hágæða diesel vélum í báta í stærðum frá 85 upp í 1000 hestöfl.

Meira en aldar reynsla FPT í aflmiklum díselvélum er undirstaðan fyrir skemmti og atvinnubáta , vélar sem einkennast af hágæða eiginleikum og víðtækum notkunarmöguleikum. Þær hafa reynst mjög endingargóðar, eru léttar, hljóðlátar, minni titringur og standast ströngustu kröfur um útblástursmengun.

NEF-Series
1
  • Lítil fyrirferð og skilvirkar vélar
  • Snarpt viðbragð
  • Mikið afl með lágmarks eldsneytiseyðslu
  • Allt að 600 klukkustundir á milli þjónustuskoðana. (Með því besta í heimi bátavéla)

NEF línan er breiðasta lína FPT Industrial fyrir skemmti- og atvinnubáta. Hún samanstendur af fjórum línum véla í mismunandi stærðum og enn fleiri útfærslum.

Professional línan er fyrir atvinnubáta og er útbúin mjög öflugu rafeindastýrðu common rail eldsneytiskerfi sem skilar stöðugu afli og togi. Common rail kerfið eykur áreiðanleika, minnkar eldsneytiseyðslu og lágmarkar þjónustukostnað. Einnig eru í boði vélar með kjölkælingu ef þess er óskað.

NEF línan er í boði í light-, medium-, og heavy duty útfærslum og hægt er að útfæra þær nákvæmlega að óskum kaupandans hverju sinni.

Meðal aukabúnaðar má nefna rafmagns stýri- / stjórntæki í brú og fleira.

Vinnuvélar og Ásafl getur einnig útvegað NEF vélar fyrir ýmsar stærðir og gerðir skemmtibáta allt að 12 metrum að lengd.

Strokkar: L4

Slagrými: 3,9

Afl: 125-184KW (170-250HP)

Snúningshraði: 2800 RPM

Ummál (L x B x H): 850 x 708 x 785

Þurrvikt: 490 kg

Strokkar: L4

Slagrými: 4,5

Afl: 63-74KW (85-100HP)

Snúningshraði: 2800 RPM

Ummál (L x B x H): 811 x 700 x 836

Þurrvikt: 450 kg

Strokkar: L6

Slagrými: 5,9

Afl: 199-294KW (270-400HP)

Snúningshraði: 3000 RPM

Ummál (L x B x H): 1072 x 739 x 778

Þurrvikt: 595 kg

Strokkar: L6

Slagrými: 6,7

Afl: 92-419KW (125-570HP)

Snúningshraði: 3000 RPM

Ummál (L x B x H): 1089 x 847 x 825

Þurrvikt: 530-721 kg

CURSOR-Series
1
  • Mikill kraftur og tog
  • Lág eldsneytiseyðsla og mengun
  • Lítill titringur og er þar af leiðandi mjög hljóðlátur
  • Allt að 600 klukkustundir á milli þjónustuskoðana. (Með því besta í heimi bátavéla)

Cursor línan býður upp á framúrskarandi afl samhliða því að leitast er við að hafa vélarnar eins rúmtakslitlar og hægt er. Cursor vélarnar bjóða jafnframt upp á hámarks áreiðanleika og lágmarks eldsneytiseyðslu.

Viðskiptavinir vítt og breitt um heiminn treysta á Cursor og reiða sig á nýjustu tækni og nýsköpun verkfræðinga FPT. Auðvelt viðhald og skilvirkni skilar sér í samkeppnishæfum rekstrarkostnaði við aðra framleiðendur.

Cursor línan er í boði í light-, medium-, og heavy duty útfærslum og hægt er að útfæra þær nákvæmlega að óskum kaupandans hverju sinni.

Vinnuvélar og Ásafl getur einnig útvegað Cursor vélar fyrir ýmsar stærðir og gerðir skemmtibáta allt að 18 metrum að lengd.

Strokkar: L6

Slagrými: 8,7

Afl: 280-478KW (380-650HP)

Snúningshraði: 2000-2530 RPM

Ummál (L x B x H): 1288 x 823 x 961

Þurrvikt: 940 kg

Strokkar: L6

Slagrými: 12,9

Afl: 243-607KW (330-825HP)

Snúningshraði: 1800-2400 RPM

Ummál (L x B x H): 1465 x 1000 x 1058

Þurrvikt: 1320 – 1395 kg

Strokkar: L6

Slagrými: 15,9

Afl: 478-735KW (650-1000HP)

Snúningshraði: 2300 RPM

Ummál (L x B x H): 1500 x 1100 x 1200

Þurrvikt: 1700 kg