NordChain Snjókeðjur

Nordchain – Snjókeðjur á vinnuvélar og vörubíla

NordChain á rætur að rekja allt til 1764 þegar það hét Gunnebo. Árið 1850 hófst framleiðsla á keðjum ásamt búnaði tengdum skógrækt og skógarhöggi. Árið 1920 hóf fyrirtækið að hanna og framleiða snjókeðjur fyrir skógarhöggstæki sem síðar þróaðist út í smíði keðja fyrir allskonar ökutæki,

NordChain er einn af stærstu framleiðendum á keðjum fyrir vörubíla, traktora, vélar og skógarhöggstæki.

NordChain hafa þróað sína framleiðslu í gegn um árin og nota þeir örblandað bórstál í framleiðsluna á keðjunum. Þegar búið er að beygja og sjóða hlekki eru hlekkirnir rafhitaðir og pressaðir saman undir háum þrýsting sem gerir keðjurnar sterkari. Að lokum er keðjunni dýft í 900° heitt ker/tunnu í nokkra klukkutíma til að herða hana ennþá betur og kolefnisatómum dælt inn í kerið á meðan á hituninni stendur. Þetta ferli gerir NordChain snjókeðjurnar einstaklega sterkar og endingargóðar.

GRIP SR5

GRIP SR5 eru léttar og meðfærilegar vörubílakeðjur. Auðvelt að setja á og taka af. Keðja sem passar fyrir 315/80-22,5 og vigtar aðeins 21 kg.

GRIP SR5 Snjókeðjur

GRIP +8

GRIP +8 eru hefðbundnar keðjur með göddum. Keðjurnarnar eru 8mm snúnar með standandi göddum á hverjum hlekk. Þyngd keðju fyrir 315/80-22,5 er 37 kg.

GRIP +8

GRIP +8T

GRIP +8T eru hefðbundnar gadda keðjur með hámarks fjölda af böndum á milli sem gerir keðjuna þæginlega í akstri með lágmarks víbring. Keðjan er 8mm með standandi göddum á hverjum hlekk. Festing og hersla á hlið. Þyngd keðju fyrir 315/80-22,5 er 61 kg.

GRIP +8T Snjókeðjur

GRIP +Z8

GRIP +Z8 eru gadda keðjur sem henta bæði að framan og aftan. Þær eru 8mm með standandi göddum á hverjum hlekk. Þessi keðja gefur frábært grip bæði langs og hliðar. Keðjan hefur mikið þol og er endingargóð. Þyngd keðjunnar fyrir 315/80-22,5 er 45 kg.

GRIP +Z8 Snjókeðjur

GRIP SRZ8

GUNNTRAC 5 er léttkeðja sem hentar vel á vegi. Það er mjög einfalt og þæginlegt að koma henni fyrir. Hún er svo gott sem víbringslaus og hentar ákaflega vel í snjó. Keðjan er 5 mm með D laga SR hlekkjum. Keðjan er endingargóð og má þakka það örblönduðu bórstáli (e.microalloyed boron steel). Keðju parið vigtar frá 22 kg.

GRIP SRZ8 Snjókeðjur

GRIP SRZ8 Hybrid

GRIP SRZ8 HYBRID er tvöföld með þverböndum öðru megin og Z mynstri hinum megin. Keðjan er 8mm án gadda en gefur frábært grip við flestar aðstæður. Þyngd keðjunnar fyrir 315/80-22,5 er 76 kg.

GRIP SRZ8 HYBRID snjókeðjur

GUNNTRAC 5

GRIP SRZ8 HYBRID er tvöföld með þverböndum öðru megin og Z mynstri hinum megin. Keðjan er 8mm án gadda en gefur frábært grip við flestar aðstæður. Þyngd keðjunnar fyrir 315/80-22,5 er 76 kg.

GUNNTRAC 5 Snjókeðja

GUNNTRAC 6.5

GUNNTRAC 6.5 er allrahanda keðja. Hentar mjög vel í snjóhreinsun á vegum þar sem hún þolir að ekið sé nokkuð hratt og einnig sem keðja fyrir tæki sem notuð eru til flutninga. Keðjan er framleidd frá 6,5 mm með kassalaga mynstri og 6,0 mm á hliðum. Keðju parið vigtar frá 29 kg.

GUNNTRAC 6.5 snjókeðjur

PIGGELIN FLEX 9

PIGGELIN FLEX 9 er litla systir hinnar vinsælu Piggelin Flex 11 keðju. Þessi keðja hentar mjög vel fyrir þungt og erfitt færi þar sem hraði er meiri. Keðjan er 9 mm og með standandi 10 mm göddum. Þyngd keðju parsins er frá 71 kg.

PIGGELIN FLEX 9 Snjókeðjur

PIGGELIN FLEX 11

PIGGELIN FLEX 11 er ein söluhæsta/vinælasta keðja sem seld er í Evrópu fyrir skógarhöggstæki, einnig er hún mjög vinsæl fyrir annarskonar vinnu, t.d við snjóruðning þar sem þörf er á miklu gripi. Þyngd keðju parsins er frá 84 kg.

PIGGELIN FLEX 11 snjókeðjur

SR-FLEX 9

SR-FLEX 9 þessi keðja er án gadda og er mjög vinsæl hjá verktökum fyrir verkefni sem krefjast sterkra keðja án gadda. Keðjan er 9 mm án gadda en gefur frábært grip við flestar aðstæður. Þyngd keðju parsinns er frá 54 kg.

SR FLEX 9 snjókeðjur