Seakeeper

Síðan Seakeeper kynnti fyrstu línuna af stöðugleikabúnaði hafa þeir breytt upplifun og vinnuaðstöðu fjölda fólks á hafi úti.

Stöðugleikabúnaður Seakeeper samanstendur af tölvustýrðum snúðvísi sem kemur að miklu leyti í veg fyrir velting báta og á sama tíma í veg fyrir þreytu, kvíða og sjóveiki þeirra sem um borð eru.

Venjulega er stöðugleikabúnaðurinn um 2-4% af þyngd bátsins, notar um helming eða minna þess rafmagns sem loftræstikerfi nota rog passar í flest laus rými aftarlega í bátnum.

Seakeeper stöðugleikabúnaðurinn passar í flestar gerðir báta og hægt er að koma honum við nánast hvar sem er um borð sem gerir það auðvelt að setja hann í bátinn þó það sé ekki gert við smíði báts.