Ambassador Skrúfuhnífar

Ambassador skrúfuhnífur

Ásafl er umboðsaðili fyrir Ambassador Marine Skrúfuhnífa.

Skrúfuhnífarnir eru framleiddir undir nafninu „Stripper-Plus “. Stripper skrúfuhnífurinn er ekki bara hnífur til að skera bönd og kaðla af skrúfuöxlum, því hönnunin gefur þann möguleika að minnka einnig tæringu á skrúfublöðunum.

Á undanförnum árum hafa vélarnar verið að stækka í bátunum, skrúfuhraðinn að aukast til að ná meiri hraða og togkrafti. Þessari þróun fylgir oft aukin tæring eða cavitation á skrúfublöðunum. Til að lágmarka tæringuna hefur Stripper hnífurinn einnig straumgöng sem beinir sjóstraum að blöðunum og splundrar loftbólunum sem oft vilja myndast.

Skrúfuhnífarnir eru til í mörgum stærðum og henta á skrúfuöxla frá 20mm upp í 100mm og eru til í tveggja til fjögurra blaða útfærslum.

Sláðu tvær flugur í einu höggi. Veldu Stripper Plus.