Whale

Whale Marine er einn fremsti aðili í heimi þegar kemur að framleiðslu á hverskonar dælum fyrir báta og skip. Whale Marine gerir miklar gæðakröfur og hefur langtímaendingu og rekstraröryggi að leiðarljósi í framleiðslu sinni.

Ásafl býður upp á bæði handvirkar dælur sem og rafmagnsdælur sem fást í 12 og 24V útfærslum. Einnig eigum við viðgerðarsett í flestar dælur frá Whale.

1

Easy Bailer er handhæg og þægileg handdæla fyrir minni báta.

 • Hentar fyrir kjölvatn og diesel olíu.
 • Einföld í meðförum.
 • Sveigjanlegur stútur sem nær á erfiða staði.

Gusher Titan er sterkbyggð en um leið létt handdæla. Hönnun sem hefur verið notuð og treyst af sjómönnum í áratugi.

 • Mikil afköst: 105 L/Mín.
 • Auðvelt að snúa dæluhaus.
 • Sterkbyggð og létt.
 • Val um 2 mismunandi uppsetningar möguleika – á þilfar eða í gegnumtak.
 • Auðvelt viðhald.
 • Einfalt í uppsetningu.

Afkastamikil rafmagnsdæla sem tekur lítið pláss.

Gulper 320 er hönnuð með það í huga að geta sett hana hvar sem er þægilegast að koma henni við. Á háum, þurrum stað þar sem hún er varin gegn raka og óhreinindum. Hentar mjög vel þar sem kjölpláss er af skornum skammti.

Mjó og fyrirferðarlítil rafmagnsdæla sem boðin er í bæði 12 og 24V útfærslum.

Supersub dælan kemst niður í litlu og þröngu skotin sem aðrar dælur eiga erfitt með að komast í.

 • Fyrirferðarlítil og þægileg í uppsetningu.
 • Mikil afkastageta – 4000 L/klst

Whale Universal er 24V vatnsdæla sem tryggir öruggt, stöðugt flæði vatns í bátnum.

Mjög hljóðlát rafmagnsdæla sem hentar bæði fyrir ferskvatn og saltvatn.

 • Má vinna í þurru – skemmist þar af leiðandi ekki ef svæðið verður alveg þurrt.
 • Er í húsi og er því varin gegn vatni og óhreinindum.
 • Universal uppsetning, passar nánast hvar sem er.

Whaler MK 5 handdælan er hönnuð þannig að hún býður uppá mikla fjölhæfni í uppsetningu þannig að hægt er að koma henni við eins og best hentar hverjum bát. Þetta er fjölhæfasta dælan sem í boði er frá Whale.

 • Val um 3 mismunandi uppsetningarmöguleika – á dekki, í gegnumtak eða á þilfari.
 • Mikil afkastageta – 66 L/Mín.
 • Áreiðanleiki.
 • Auðvelt viðhald – skoðunarlúga (engin þörf á verkfærum).
 • Hentar til að dæla kjölvatni, sjó og diesel olíu.

Whale Orca dælurnar eru mjög fyrirferðarlitlar en um leið öflugar dælur sem hannaðar eru til að sitja djúpt í kili.

Lensidælan er hönnuð þannig að sem mest flatarmál liggi undir vatni og nái þar með hámarks afköstum.

Afkastageta 5000 L/mín