NordChain Snjókeðjur

Nordchain – Snjókeðjur á vinnuvélar og vörubíla

NordChain á rætur að rekja allt til 1764 þegar það hét Gunnebo. Árið 1850 hófst framleiðsla á keðjum ásamt búnaði tengdum skógrækt og skógarhöggi. Árið 1920 hóf fyrirtækið að hanna og framleiða snjókeðjur fyrir skógarhöggstæki sem síðar þróaðist út í smíði keðja fyrir allskonar ökutæki,

NordChain er einn af stærstu framleiðendum á keðjum fyrir vörubíla, traktora, vélar og skógarhöggstæki.

NordChain hafa þróað sína framleiðslu í gegn um árin og nota þeir örblandað bórstál í framleiðsluna á keðjunum. Þegar búið er að beygja og sjóða hlekki eru hlekkirnir rafhitaðir og pressaðir saman undir háum þrýsting sem gerir keðjurnar sterkari. Að lokum er keðjunni dýft í 900° heitt ker/tunnu í nokkra klukkutíma til að herða hana ennþá betur og kolefnisatómum dælt inn í kerið á meðan á hituninni stendur. Þetta ferli gerir NordChain snjókeðjurnar einstaklega sterkar og endingargóðar.

GRIP SR5

GRIP SR5 eru léttar og meðfærilegar vörubílakeðjur. Auðvelt að setja á og taka af. Keðja sem passar fyrir 315/80-22,5 og vigtar aðeins 21 kg.

GRIP SR5 Snjókeðjur

GRIP +8

GRIP +8 eru hefðbundnar keðjur með göddum. Keðjurnarnar eru 8mm snúnar með standandi göddum á hverjum hlekk. Þyngd keðju fyrir 315/80-22,5 er 37 kg.

GRIP +8

GRIP +8T

GRIP +8T eru hefðbundnar gadda keðjur með hámarks fjölda af böndum á milli sem gerir keðjuna þæginlega í akstri með lágmarks víbring. Keðjan er 8mm með standandi göddum á hverjum hlekk. Festing og hersla á hlið. Þyngd keðju fyrir 315/80-22,5 er 61 kg.

GRIP +8T Snjókeðjur

GRIP +Z8

GRIP +Z8 eru gadda keðjur sem henta bæði að framan og aftan. Þær eru 8mm með standandi göddum á hverjum hlekk. Þessi keðja gefur frábært grip bæði langs og hliðar. Keðjan hefur mikið þol og er endingargóð. Þyngd keðjunnar fyrir 315/80-22,5 er 45 kg.

GRIP +Z8 Snjókeðjur

GRIP SRZ8

GRIP SRZ8 er með Z mynstri sem tryggir grip í flestum aðstæðum og víbringslausan akstur. Keðjan er 8mm með D laga SR keðju. Líftími keðjunnar er langur þar sem hægt er að snúa henni við. Þyngd keðjunnar fyrir 315/80-22,5 er 44 kg.

GRIP SRZ8 Snjókeðjur

GRIP SRZ8 Hybrid

GRIP SRZ8 HYBRID er tvöföld með þverböndum öðru megin og Z mynstri hinum megin. Keðjan er 8mm án gadda en gefur frábært grip við flestar aðstæður. Þyngd keðjunnar fyrir 315/80-22,5 er 76 kg.

GRIP SRZ8 HYBRID snjókeðjur